Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. janúar 2019 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Bornemouth ætlar ekki að selja Wilson til Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea er í framherjaleit þessa dagana en Callum Wilson, framherji Bournemouth hefur verið orður við þá bláklæddu.

Eddie Howe, stjóri Bournemouth svaraði spurningum blaðamanna í morgun en liði mætir Everton á sunnudaginn.

„Ég er búinn að heyra þenann orðróm. Þetta er eitthvað sem að ég nenni ekki að lesa, það er bara sóun á tíma,"" sagð Howe.

Framherjinn enski hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu en hann er búinn að skora níu deildarmörk í tuttugu leikjum.

„Ég myndi ekki selja Wilson fyrir neina upphæð. Ég sem þjálfari á að reyna að búa til eins gott lið og ég mögulega get. Wilson er hluti af því liði. Við ætlum okkur hærra og til þess þurfum við okkar bestu leikmenn."

Wilson var valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti núna í nóvember.

„Hann er frábær leikmaður fyrir okkur. Algjör markavél. Að skora mörk er það erfiðasta í þessari íþrótt en hann er að gera það fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner