fös 11. janúar 2019 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Jafnt í fyrsta leik í A-deild
Ásgeir Börkur lék með HK
Birkir Valur skoraði fyrir HK.
Birkir Valur skoraði fyrir HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 1 Grindavík
0-1 Aron Jóhannsson ('55)
1-1 Birkir Valur Jónsson ('73)

A-deild Fótbolta.net mótsins hófst í kvöld með leik HK og Grindavíkur í Kórnum í Kópavogi. Bæði þessi lið leika í Pepsi-deild næsta sumar.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur og var staðan markalaus að honum loknum. Emil Atlason, sem er nýkominn til HK, átti skalla í slá en inn fór boltinn ekki.

Eftir 10 mínútur í síðari hálfleik kom fyrsta markið en það skoraði Aron Jóhannsson fyrir Grindvíkinga.

Heimamenn gáfust ekki upp og jafnaði varnarmaðurinn Birkir Valur Jónsson eftir hornspyrnu á 73. mínútu, 1-1.

Fleiri urðu mörkin ekki og jafntefli niðurstaðan. Athygli er vakin á því að Ásgeir Börkur Ásgeirsson kom inn á sem varamaður hjá HK í síðari hálfleik. Ásgeir Börkur er án liðs eftir að hafa yfirgefið Fylki, en hann hefur verið að æfa með HK.

Breiðablik og ÍBV eru einnig í þessum riðli. Þau lið mætast á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner