Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. janúar 2019 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Lovren fær eins leiks bann með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dejan Lovren var í morgun dæmdur í eins leiks bann með króatíska landsliðinu.

Bannið fær Lovren fyrir ummæli sem að hann lét falla um Sergio Ramos á Instagram eftir leik Króatíu og Spánar fyrr í vetur.

Króatía vann leikinn 3-2 eftir ansi mikla dramatík. Þegar Lovren var kominn inn í klefa eftir leikinn fór hann beint á Instragram þar sem að hann lét nokkur orð falla um kollega sinn Sergio Ramos.

Lovren byrjaði á því að tala um að hann hafi náð að láta Sergio Ramos finna fyrir því. „Ég náði að gefa honum gott olnbogaskot," sagði Lovren og virtist nokkuð ánægður með gjörðir sínar.

Lovren var ekki hættur en hann hélt áfram að skjóta á Ramos og spænska liðið.

„Halt þú bara áfram að tala, þið eruð ekkert nema aumingjar!

Lovren mun því ekki spila með Króatíu gegn Azerbaijan í mars en sá leikur er hluti af undankeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner