Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. janúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marcel Brands fær sæti í stjórn Everton
Mynd: Getty Images
Everton réði Marcel Brands sem yfirmann knattspyrnumála síðasta sumar og ákvað að auka ábyrgð hans innan félagsins á dögunum með að gefa honum sæti í stjórninni.

Brands er talinn einstaklega hæfileikaríkur og gerði frábæra hluti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu áður en hann var fenginn yfir til Englands.

Stuðningsmenn Everton eru sérstaklega ánægðir með þessar fregnir sem gefa Brands aukið vald innan félagsins. Hann er nú rödd knattspyrnusjónarmiða liðsins innan stjórnarinnar og ber ábyrgð á nýjum leikmönnum, hvort sem þeir eru keyptir inn í unglingaliðið eða aðalliðið.

Þessi ákvörðun er tekin fyrir framtíðina, en gott starf Brands yfir 8 ár hjá PSV er augljóst í dag þar sem félagið trónir á toppi hollensku deildarinnar með 16 sigra og 1 tap eftir 17 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner