Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. janúar 2019 12:33
Arnar Helgi Magnússon
Matip æfði í gær - Fabinho getur spilað sem miðvörður
Mynd: Getty Images
Liverpool heimsækir suðurströnd Englands á morgun þegar liðið mætir Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool svaraði spurningum blaðamanna um leikinn í hádeginu.

„Við höfum núna tapað tveimur leikjum í röð og það er ekki gott. Það er aldrei gott að tapa. Ég held samt sem áður að þetta sé ekki vandamál," segir Klopp.

Liverpool hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og þá aðallega á varnarmönnum.

Dejan Lovren meiddist í síðasta leik gegn Wolves. Hann verður ekki klár á morgun.

„Ég veit ekki hversu lengi hann verður frá. Já, auðvitað er þetta alvarlegt, annars væri hann að spila á morgun. Þetta er samt ekki það að alvarlegt að hann verði lengri frá. Ég vonast til að fá hann eftir leikinn gegn Palace."

Joel Matip æfði í fyrsta skipti með liðinu í gær eftir að hafa meiðst gegn Napoli í desember.

„Það eru jákvæðar fréttir en við megum ekki fara fram úr okkur. Við tökum einn dag fyrir í einu en að sjálfsögðu eru þetta góðar fréttir."

„Fabino getur leyst stöðu miðvarðar svo að ég hef engar áhyggjur af því. Við vinnum í þeim málum á æfingasvæðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner