Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. janúar 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin úr jafntefli Íslands gegn Svíþjóð
Icelandair
Íslendingar fagna jöfnunarmarki sínu.
Íslendingar fagna jöfnunarmarki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrra markinu fagnað. Óttar Magnús skoraði það með flottu skoti.
Fyrra markinu fagnað. Óttar Magnús skoraði það með flottu skoti.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísland gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð í vináttulandsleik sem fram fór í Katar í dag.

Ísland 2 - 2 Svíþjóð
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('4)
1-1 Viktor Gyökeres ('47)
1-2 Simon Thern ('67)
2-2 Jón Dagur Þorsteinsson ('90)
Lestu nánar um leikinn

Leikurinn fór fram á Khalifa-leikvanginum, en það er fyrsti HM-völlurinn sem tilbúinn er fyrir HM 2022.

Leikurinn var ekki sýndur í íslensku sjónvarpi, en Mohamed El Gharbawy, íþróttafréttamaður í Katar, deildi mörkunum á Twitter-síðu sinni og má sjá þau hér að neðan.

Talað var um mögulega rangstöðu í síðara marki Svía, en í ljós kom að boltinn fór af Íslendingi á Simon Thern, sem skoraði. Því var ekki um rangstöðu að ræða.


Ísland mun spila við Eistland í Katar í þriðjudag, en Fótbolti.net fylgir liðinu vel eftir og verður hægt að fylgjast með gangi mála hér á síðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner