Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. janúar 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
20 ár frá því Heiðar gekk í raðir Watford - Rifja upp tæklingu gegn Blackburn
Heiðar í landsleik árið 2005.
Heiðar í landsleik árið 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Á þessum degi fyrir tuttugu árum gekk Heiðar Helguson í raðir Watford fyrir metfé.

Heiðar var keyptur til Watford á eina og hálfa milljón punda frá norska félaginu Lilleström. Hann var hjá félaginu til ársins 2005 þegar hann gekk í raðir Fulham.

Á síðunni Reddit er rifjuð upp tækling sem Heiðar átti gegn Blackburn árið 2001.

Heiðar fór upp í skallabolta og fleytti boltanum áfram. Heiðar elti boltann og fór í vægast sagt glæfralega tæklingu og fékk seinna gula spjald sitt í leiknum fyrir brotið.

Leikurinn umtalaði fór fram í febrúar árið 2001.

On this day 20 years ago, legendary Watford striker Heidar Helguson joined the club for a record fee. Here's a tackle he made vs. Blackburn in 2001. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner