banner
   lau 11. janúar 2020 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Mér fannst þetta vera víti
Carlo Ancelotti á hlíðarlínunni í dag
Carlo Ancelotti á hlíðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var stoltur af sínum mönnum eftir 1-0 sigurinn á Brighton í dag. Liðið hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan leik.

Richarlison gerði eina mark leiksins eftir sendingu frá Lucas Digne en Ancelotti vildi fá vítaspyrnu er honum fannst brotið á Theo Walcott innan teigs.

„Ég er þokkalega ánægður. Frammistaðan var góð í 60 mínútu en í lokin þá er eðlilegt að eiga í erfiðleikum þegar maður er 1-0 yfir," sagði Ancelotti.

„Við áttum í erfiðleikum en vorum ákveðnir í að ná í öll stigin, sem við gerum og það er það mikilvægasta. Þetta var gott hjá leikmönnunum að svara á þennan hátt. Stuðningurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur og þegar við spilum hér þá langar okkur að líða eins og við séum heima. Ég vona að það verði svipað í næsta leik því það er mikilvægt."

Everton vildi fá vítaspyrnu er Lewis Dunk togaði í Theo Walcott innan teigs en Walcott féll ekki í teignum.

„Mér fannst þetta vera víti. Ég er hissa og ég held að hann hafi reynt að skora og lét sig ekki detta. Ef hann hefði dottið þá er þetta víti en ég veit það ekki alveg. Þetta er ekki auðvelt fyrir dómara leiksins en þetta gæti verið einfaldara með að nota VAR."

Dominic Calvert-Lewin gerði annað mark fyrir Everton í leiknum en VAR dæmdi það af.

„Ég talaði ekki við hann en stundum held ég að við verðum að treysta á VAR," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner