Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Fullkomin byrjun en slökktum á okkur í jöfnunarmarkinu
Mynd: Getty Images
„Fyrstu 35 mínúturnar voru akkúrat eins og ég vil hafa þær hjá okkar Arsenal liði. Við vorum með yfirburði á réttum stöðum og bjuggum til færi. Eftir það hallaði undan fæti."

Þetta sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Crystal Palace.

„Í upphafi seinni hálfleiks áttum við í vandræðum og slökktum á okkur í jöfnunarmarkinu, sem er alls ekki í lagi. Mér fannst við ekki missa einbeitinguna, Palace er með gott lið og það er ómögulegt að stjórna þeim í 90 mínútur."

„Ég er ekki búinn að sjá brotið hjá Aubameyang aftur en þetta var hörkutækling. Það var enginn vilji hjá Aubameyang að meiða hann en ég held að hann hafi misreiknað sig,"
sagði Arteta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner