Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. janúar 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Luiz hefur bætt sig mikið
David Luiz
David Luiz
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að brasilíski miðvörðurinn David Luiz hafi bætt sig mikið frá því hann tók við liðinu.

David Luiz kom til Arsenal frá Chelsea síðasta sumar en hefur gert mörg mistök á tímabilinu og átt erfitt uppdráttar.

Arteta tók við Arsenal á dögunum og ræddi við Luiz um að stíga upp og vera leiðtogi í hópnum. Það hefur hann svo sannarlega gert en hann hefur ásamt vörn Arsenal haldið hreinu í tveimur leikjum af fjórum og þá var hann valinn maður leiksins í 2-0 sigrinum á Manchester United.

„Þetta er það sem ég fór fram á við hann. Hann er leikmaður sem hefur unnið fleiri titla en allir aðrir í klefanum. Við þurfum að nýta okkur það á kraftmikinn hátt," sagði Arteta.

„Ég vildi að hann myndi stíga upp. Ég vildi að hann myndi nýta öll sín gæði, bæði persónuleikann og reynsluna og koma með það inn í liðið og hann hefur stigið upp. Ég er mjög ánægður með hann," sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner