Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 14:28
Aksentije Milisic
Championship: Brentford vann nágrannaslaginn
Ollie Watkins skorar.
Ollie Watkins skorar.
Mynd: Getty Images
Brentford 3 - 1 QPR
1-0 Said Benrahma ('19 )
2-0 Bryan Mbeumo ('23 )
3-0 Ollie Watkins ('33 )
3-1 Nahki Wells ('62 )

Brentford og QPR áttust við í nágrannaslag í dag en þetta var baráttan um vestur London og fyrsti leikur dagsins í Championship deildinni. Fyrir leikinn var Brentford í þriðja sæti deildarinnar, níu stigum á eftir WBA. QPR var hins vegar í 15. sætinu.

Heimamenn byrjuðu miklu betur og hreinlega völtuðu yfir gestina í fyrri hálfleiknum. Said Benrahma kom Brentford yfir á 19. mínútu eftir undirbúning frá Mathias Jensen. Bryan Mbeumo kom Brentford tveimur mörkum yfir á 23. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 3-0 þegar Ollie Watkins skoraði.

Gestirnir náðu að laga stöðuna í síðari hálfleiknum en þá skoraði Nahki Wells fyrir QPR eftir sendingu frá Bright Osayi-Samuel. Nær komust gestirnir ekki og góður sigur Brentford staðreynd.

Brentford er í bullandi toppbaráttu og eru sem stendur sex stigum frá öðru sætinu sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner