Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 14:45
Aksentije Milisic
Fernandinho gefur í skyn að hann framlengi við City
Mynd: Getty Images
Fernandinho, leikmaður Manchester City, hefur gefið það í skyn að hann verði áfram hjá félaginu. Samningur Fernandinho rennur út eftir tímabilið en hinn 34 ára Fernandinho telur að hann eigi nóg eftir inni á vellinum. Talið er að hann semji við City um framlengingu á samningnum.

Rodri var fenginn til liðsins í sumar og er ætlaður sem arftaki Fernandinho á miðjunni. Eftir að Aymeric Laporte meiddist og Vincent Kompany yfirgaf City þá hefur Fernandinho verið fyrstur á blað hjá City sem miðvörður.

Ekki fyrir löngu gaf Mahrez það út fyrir slysni að Fernandinho væri á förum eftir tímabilið en svo virðist ekki vera.

„Auðvitað vil ég halda áfram að spila. Ég mun spila áfram svo lengi sem mér finnst ég vera hjálpa liðinu og mér líði vel áfram. Maður verður að hugsa vel um sjálfan sig og þannig spilar maður þá best," sagði Brasilíumaðurinn.

„Mér líður vel hér og það hefur áhrif á það hvernig maður spilar. Ég er ekki að segja að ég muni endilega spila til fertugt en maður veit aldrei hvað gerist."

Manchester City mætir Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner