Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. janúar 2020 13:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótbolta.net mótið: Níu leikmenn fæddir eftir aldarmót byrjuðu í Skessunni
Bjarni Ólafur var elsti maður vallarins í dag. Fimm árum eldri en Guðmann Þórisson, sá næstelsti.
Bjarni Ólafur var elsti maður vallarins í dag. Fimm árum eldri en Guðmann Þórisson, sá næstelsti.
Mynd: ÍBV
FH 0 - 0 ÍBV

Í Skessunni mættust FH og ÍBV í fyrsta leik liðanna í A-deild Fótbolta.net mótsins.

Níu leikmenn fæddir árið 2000 eða seinna byrjuðu leikinn í dag samkvæmt skýrslu KSÍ. Sjö leikmenn hjá FH og tveir hjá ÍBV.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en í upphafi seinni hálfleiks fékk ÍBV vítaspyrnu sem tókst ekki að nýta. Bjarni Ólafur Eiríksson var elsti leikmaður vallarins fæddur árið 1982 en Logi Hrafn Róbertsson var sá yngsti fæddur árið 2004.

Í sama riðli sigraði Breiðablik, 1-6, gegn HK fyrr í dag. Næstu leikir í riðlinum fara fram á föstudag og laugardag um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner