lau 11. janúar 2020 13:55
Aksentije Milisic
Haaland um valið á Dortmund: Allt við félagið heillaði
Mynd: Getty Images
Erling Haaland, sóknarmaður Dortmund, hefur útskýrt af hverju hann valdi að ganga til liðs við Dortmund frekar en önnur lið, þar á meðal Manchester United.

Ole Gunnar Solskjær, sem þjálfaði Haaland hjá Molde, átti fund með Haaland og reyndi að sannfæra hann um að ganga til liðs við United en það gekk ekki eftir. Þá voru lið eins og Bayern Munchen, Juventus og Real Madrid að fylgjast með kauða.

Haaland var spurður að því af hverju hann ákvað að velja að ganga til liðs við Dortmund frekar en Man Utd.

„Ég valdi Dortmund af því að allt við félagið heillaði mig. Þetta er risa félag og mér hefur alltaf líkað vel við Dortmund," sagði Haaland.

„Þegar ég tala um þetta, þá byrja ég að brosa af því að mér líst vel á allt hjá félaginu. Svo það er ástæðan af hverju ég valdi Dortmund. Þetta er frábær deild og ég tel að hún muni henta mér vel."

Haaland er þessa stundina á Marbella í æfingabúðum með Dortmund en liðið mætir Augsburg á útivelli þann 18. janúar þegar vetrarfríið er afstaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner