Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 11. janúar 2020 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinn umdeildi Woodward hæstlaunaðasti stjórnarmaðurinn
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, stjórnarmaður hjá Manchester United, fékk 3,1 milljónir punda í launagreiðslum á síðasta keppnistímabili. Hann var launahæsti stjórnarmaður deildarinnar á síðustu leiktíð (30. júni 2018- 30. júní 2019).

Woodward tók á sig eina milljóna punda launalækkun frá því árið áður en er enn á hæstu launum stjórnarmanna í deildinni. Daniel Levy, stjórnarmaður hjá Tottenham, er næstlaunahæstur með 3 milljónir punda í laun.

United endaði í sjötta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og vann engan titil. Það kom ekki í veg fyrir frábær laun Woodward, sem unnið hefur hjá félaginu síðan 2005, þegar hann hjálpaði Glazer fjölskyldunni að kaupa félagið.

United hagnaðist um nítján milljónir punda í fyrra en talið er að það verði ekki rauninn þegar þessi leiktíð verður gerð upp þar sem liðið komst ekki í Meistaradeildina fyrir þessa leiktíð.

Woodward er gífurlega umdeildur á meðal United stuðningsmanna sem vilja meina að hann hugsi frekar um veski félagsins heldur en árangur liðsins inni á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner