Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd og Chelsea íhuga að fá Issa Diop frá West Ham
Mynd: Getty Images
Varnarleikur Manchester United hefur ekki verið upp á marga fiska á þessari leiktíð og fór liðið í gegnum yfir tíu leiki í röð, fyrr á leiktíðinni, án þess að halda hreinu.

Samkvæmt heimildum the Sun er United að skoða miðvörð West Ham, Issa Diop.

Sagan segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sé tilbúinn að bjóða 40 milljónir punda í miðvörðinn. Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á Frakkanum.

United hefur fengið á sig 25 mörk í 21 deildarleik á leiktíðinni og fékk þrjú mörk á sig gegn Manchester City í deildabikarnum í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner