Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 10:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd skoðar tvo framherja og Fernandes
Powerade
Raul Jimenez er undir smjásjá United.
Raul Jimenez er undir smjásjá United.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Laugardagsslúðrið tekið saman af BBC, gjöriði svo vel.

Manchester United hefur áhuga á Raul Jimenez (28), framherja Wolves, og Moussa Dembele (23) framherja, Lyon. (Sky Sports)

United mun bejrast við Juventus og Chelsea um Dembele. (Calcimercato)

Forseti og yfirmaður knattspyrnumála hjá Sporting eru í Manchester að semja um kaup United á Bruno Fernandes (25), miðjumanni Sporting. (Record)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, og Mike Phelan, aðstoðarmaður Solskjær, horfðu á Ferandes spila í vikunni. (Standard)

Trú United á að það náist að kaupa Fernandes eykst með hverjum deginum. Portúgalinn er talinn kosta um 60 milljónir punda. (Star)

Tottenham hefur áhuga á Gedson Fernandes (21), miðjumanni Benfica. Tottenham berst því við Chelsea og West Ham um mðjumanninn. (Mail)

Everton ætlar að kaupa Brasilíumanninn Everton Soares, framherja Gremio, sem talinn er kosta 25 milljónir punda. (ESPN)

Emre Can (25), miðjumaður Juventus, hefur neitað því að ganga í raðir United af virðingu við sitt fyrrum félag, Liverpool. (TuttoSport)

Jeremie Boga (23), vængmaður Sassuolo, er skotmark Everton og West Ham. (Star)

Martin Keown, goðsögn hjá Arsenal, er á því að Virgil van Dijk sé besti varnarmaður deildarinnar. (Talksport)

Newcastle skoðar að lána Dwight Gayle (29), einn af framherjum félagsins, en vill hafa klásúlu um að kaupa þurfi leikmanninn á 20 milljónir punda í kjölfar lánsins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner