Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Þeir voru heppnir í dag
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að liðið hans hafi átt meira skilið út úr leiknum gegn Liverpool en leikurinn tapaðist 1-0 í London.

Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins en Tottenham fékk þó nokkur ágætis færi til að jafna leikinn en boltinn vildi ekki inn.

,Svona er fótbolti og stundum fær maður minna en maður á skilið. Það var raunin í dag og við fengum ekkert þó að við hefðum átt skilið eitthvað úr leiknum," sagði Mourinho.

„Þetta er besta lið heims gegn liði sem er í erfiðleikum og að glíma við meiðsli á mjög erfiðum kafla tímabilsins. Strákarnir voru engu að síður frábærir og við reyndum að breyta aðeins og skapa vandamál fyrir þá."

„Ég sagði ykkur samt sem áður að Liverpool myndi vinna úrvalsdeildina þegar liðið vann Manchester City fyrir þremur eða fjórum mánuðum. Þeir voru heppnir í dag, þeir hefðu getað fengið á sig mark og svo rautt fyrir brotið hjá Andy Robertson."

VAR skoðaði aðdraganda marksins hjá Firmino en þar var athugað hvort að það hafi verið hendi í uppbyggingu marksins. Mourinho var ekki viss um það en benti á að Tottenham hafi átt að fá innkast í aðdragandanum.

„Ég sá það ekki. Það sem ég horfði og var 200 prósent viss um er að innkastið sem þeir fá í aðdraganda marksins var okkar innkast og ég er svolítið ruglaður á VAR útaf því."

Tottenham er níu stigum frá Meistaradeildarsæti þegar liðið á sextán leiki eftir.

„Það er mögulega hægt að tala um að enda í efstu fjóru sætunum í byrjun tímabilsins en það er erfitt að tala um það þegar þú byrjar í -12 stigum," sagði Mourinho en þar vísar hann í að Tottenham hafi verið tólf stigum frá Meistaradeildarsæti þegar hann tók við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner