lau 11. janúar 2020 13:42
Aksentije Milisic
Mynd: Stuðningsmenn Palace mótmæla VAR
Stuðningsmenn Palace.
Stuðningsmenn Palace.
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi hádegisleikurinn í enska boltanum þar sem Crystal Palace og Arsenal eigast við á Selhurst Park.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eftir sendingu frá Lacazette áður en Jordan Ayew jafnaði metin eftir skot sem hafði viðkomu í David Luiz.

VAR hefur mikið verið í umræðunni og mjög margir sem eru gífurlega ósáttir við notkun þess. Umferð eftir umferð hefur VAR verið í umræðunni og í þessari umferð gerðist umdeilt atvik strax í fyrsta leik í gærkvöldi þegar mark var dæmt af West Ham í uppbótartíma gegn Sheffield United. Sheffield vann leikinn 1-0.

Stuðningsmenn Palace eru augljóslega langt því frá að vera sáttir með VAR og mættu þeir með borða á leik liðsins í dag. Á borðanum stendur hreinlega: Drepur ástríðuna. Drepur stemninguna. Drepur leikinn. Burt með VAR.

Borðann má sjá fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner