lau 11. janúar 2020 19:39
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Skoraði þrennu í jafntefli gegn bikarmeisturunum
Sævar Atli Magnússon var frábær gegn Víkingum
Sævar Atli Magnússon var frábær gegn Víkingum
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir R. 3 - 3 Víkingur R.
1-0 Sævar Atli Magnússon ('10 )
1-1 Nikolaj Hansen ('53 )
1-2 Logi Tómasson ('59 )
2-2 Sævar Atli Magnússon ('73 )
3-2 Sævar Atli Magnússon ('76 )
3-3 Atli Hrafn Andrason ('78 )

Leiknir R. og Víkingur R. gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik dagsins í B-riðli Reykjavíkurmótsins. Sævar Atli Magnússon gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Breiðhyltinga.

Sævar kom Leikni yfir á 10. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik en í byrjun þess síðari jöfnuðu Víkingar. Logi Tómasson skoraði svo úr laglegri aukaspyrnu sex mínútum síðar áður en Sævar ákvað að taka leikinn aftur í sínar hendur.

Hann skoraði tvö mörk með þriggja mínútuna millibili og fullkomnaði þar með þrennu sína. Víkingar jöfnuðu tveimur mínútum síðar og lokatölur því 3-3.

Bæði lið eru búin að leika einn leik og eru með eitt stig en Valur er á toppnum með 3 stig eftir 2-1 sigurinn á Fram í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner