lau 11. janúar 2020 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Viðar: Gerði mistök að fara til Rússlands - Tyrkland líklegur áfangastaður
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag var staðfest að Rostov hafi kallað Viðar Örn Kjartansson til baka úr láni hjá Rubin Kazan. Viðar var í viðtali við mbl.is í dag þar sem hann fór yfir stöðuna.

„Rostov kallaði mig til baka úr láni í gær og það var svo staðfest í dag. Ég er bara sátt­ur við þá ákvörðun og ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að verða seld­ur frá fé­lag­inu í janú­ar og mér finnst lík­legt að það sé ástæðan fyr­ir því að ég hafi verið kallaður til baka úr láni," sagði Viðar og bætti við að mikið væri búið að vera í gangi hjá sér síðustu daga.

Viðar viðurkennir að hann hafi gert ákveðin mistök með því að fara til Rússlands frá Maccabi Tel Aviv í ágúst 2018.

„Ég get bara sagt það beint út að það voru mis­tök að fara til Rúss­lands. Ég skoðaði deild­ina ekki nægi­lega vel þegar að ég ákvað að koma hingað og það er spilaður mik­ill varn­ar­bolti hérna."

„Það eru ekki mörg mörk skoruð hérna og ég var oft og tíðum í vand­ræðum með að koma mér inn í teig. Ég fékk litla þjón­ustu hjá Ru­bin Kaz­an og ég vil bara kom­ast burt frá Rússlandi, svo ein­falt er það,“
sagði Viðar.

„Það er áhugi frá mörg­um lönd­um. Ég er orðinn 29 ára gam­all og geri mér grein fyr­ir því að ég er ekki á leið í ensku úr­vals­deild­ina en ég vil kom­ast á stað þar sem ég get verið næstu árin."

„Planið var að reyna að kom­ast nær Íslandi en ég er í raun op­inn fyr­ir öllu. Það eru nokk­ur áhuga­verð til­boð frá Tyrklandi og Tyrk­land er því lík­leg­ur áfangastaður í dag,"
sagði framherjinn að lokum.

Við þetta má bæta að Viðar var kallaður inn í landsliðshópinn sem mætir Kanada og El Salvador í vináttulandsleijum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner