Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Xavi talinn líklegastur til að taka við Barcelona
Xavi
Xavi
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Xavi er talinn líklegastur til að taka við Barcelona af Ernesto Valverde en spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Xavi er 39 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir magnaðan feril.

Hann ólst upp í Barcelona og vann allt sem hægt var að vinna með Börsungum. Hann er talinn einn af bestu miðjumönnum allra tíma en árið 2015 samdi hann við Al Sadd í Katar.

Xavi er nú þjálfari liðsins en hann gæti tekið við Barcelona á næstu dögum.

Samkvæmt spænsku miðlunum er hann talinn líklegastur til að taka við Barcelona. Talið er að Ernesto Valverde verði látinn taka poka sinn á næstunni en Al Sadd hefur þó greint frá því að spænska félagið hafi ekki haft samband vegna Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner