Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. janúar 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Elsti atvinnumaðurinn spilar áfram 54 ára
Kazuyoshi Miura.
Kazuyoshi Miura.
Mynd: Getty Images
Kazuyoshi Miura, elsti markaskorarinn í japanska fótboltanum, mun spila yfir 54 ára afmælisaginn en hann var að framlengja við Yokohama FC um eitt ár.

Miura er kallaður „Kóngurinn Kazu" í Japan og verður 54 ára þann 26. febrúar, degi áður en nýtt tímabil í J-deildinni hefst. Þetta verður hans 17. tímabil með félaginu en hann gekk í raðir þess 2005.

Síðasta mark Miura kom gegn Thespakusatsu Gunma árið 2017 í japönsku B-deildinni en hann varð þó aelsti leikmaðurinn til að skora í atvinnumannaleik í Japan, 50 ára og 14 daga gamall.

Tímabilið 2021 verður 36. tímabil sem atvinnumaður en hann byrjaði ferilinn með Santos í Brasilíu 1986.

Miura er gríðarlega vinsæll í heimalandinu en á landsliðsferli sínum skoraði hann 55 mörk í 89 leikjum fyrir Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner