Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Kona Morata fór á gjörgæsludeild eftir að hafa fætt fjórða barn þeirra
Alvaro Morata og Alice Campello
Alvaro Morata og Alice Campello
Mynd: Getty Images
Eiginkona Alvaro Morata, sóknarmanns Atletico Madrid, er laus af gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Madríd en vandamál komu upp í kjölfarið að hún fæddi fjórða barn þeirra. Morata er fyrrum leikmaður Real Madrid og Chelsea.

Morata sagði frá því á samfélagsmiðlum að vandamál hafi komið upp eftir að Alice Campello fæddi dóttur sem hlotið hefur nafnið Bella.

„Bella fæddist þann níunda og er yndisleg. Fæðingin gekk vel en eftir fæðinguna varð móðir hennar fyrir fylgikvillum sem gerði okkur mjög hrædd. Alice er mjög sterk og er smá saman að jafna sig," skrifaði Morata á Instagram.

Hann sagði að eiginkona sín væri á gjörgæsludeild Navarra háskólasjúkrahússins þar sem bestu læknarnir væru að hugsa um hana. Morata gaf ekki nánari útskýringar á því hvað væri nákvæmlega að hrjá Alice sem er ítölsk fyrirsæta og viðskiptakona.

Í nýrri færslu segir Morata síðan að Alice sé nú komin af gjörgæsludeild og birtir mynd af henni með Bellu í fanginu. Hjónin eiga saman tvíburabræður, Alessandro og Leandro sem eru fjögurra ára, og tveggja ára strák sem heitir Edoardo.


Athugasemdir
banner
banner