Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2023 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Lampard fær stuðning frá eigandanum
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Everton, nýtur stuðnings frá Farhad Moshiri, eiganda félagsins.

Everton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimmtán stig.

Stuðningsmenn sendu opið bréf til Moshiri og kölluðu eftir breytingum en hann hefur nú svarað þeim og fullvissað þá um að Lampard verði áfram við stjórnvölinn.

Hann er í ansi heitu sæti en liðið hefur ekki unnið einn af síðustu átta leikjum.

„Ég hef trú á þvi að það er enn verk að vinna bæði hjá þjálfaranum og Kevin Thelwell, yfirmann fótboltamála og allri stjórninni. Trúin er byggð á þekkingu minni á dýpt og gæði vinnunnar sem unnin er á Finch Farm og höfuðstöðvum Everton. Ég er handviss um að við höfum hér færa, reynslumikla og einbeitta fagmann á öllum sviðum félagsins. Við erum öll sammála um það að staða liðsins í deildinni verður og mun batna,“ skrifaði Moshiri í svari sínu til stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner