Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til þess núna að Man Utd fari alla leið í keppninni
Dean Holden.
Dean Holden.
Mynd: Getty Images
Dean Holden, stjóri Charlton, stýrði liði sínu í 3-0 tapi gegn Manchester United í deildabikarnum á Englandi í gær.

Charlton barðist hetjulega og setti smá pressu á United, en það tókst ekki hjá þeim að forðast tap.

Eftir leikinn viðurkenndi Holden það að hann vonaðist til þess núna að Man Utd myndi fara alla leið í keppninni, en hann er mikill stuðningsmaður liðsins og hefur verið ársmiðahafi á Old Trafford í gegnum tíðina.

Holden sagði jafnframt eftir leik að hann hefði átt gott 10-15 mínútna spjall við Erik ten Hag, stjóra Man Utd, fyrir fréttamannafund. Bæri hann núna enn meiri virðingu fyrir honum.

Holden er mikill Íslandsvinur. Hann spilaði með Val í efstu deild á Íslandi árið 2001 en hann var þá á láni frá Bolton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner