Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Dyche hrósar 19 ára leikmanni Burnley í hástert
McNeil á sprettinum.
McNeil á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Burnley hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa átt erfitt uppdráttar fyrri hluta tímabils.

Tom Heaton kom inn í markið og hefur verið frábær í síðustu leikjum en Sean Dyche, stjóri Burnley, vill líka að kantmaðurinn ungi Dwight McNeil fái sinn skammt af hrósi. McNeil er einungis 19 ára gamall en hann hefur verið í byrjunarliðinu að undanförnu og staðið sig vel.

„Ég verð að segja það við ykkur, því það fær ekki mikla athygli, að Dwight McNeil kom inn á sama tíma?" sagði McNeil.

„Hann hefur fverið stórkostlegur. 19 ára í úrvalsdeildin að njóta þess að spila fótbolta. Stórkostlegt. Tom hefur átt sinn þátt í þessu og Dwight líka. Hann er ungur maður með bjarta framtíð og hann á eftir að ná langt ef hann leggur hart að sér."

„Dwight er nýr í úrvalsdeildinni, það eru ekki margir 19 ára gamlir strákar sem eru í ensku úrvalsdeildinni og standa sig svona vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner