Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. febrúar 2019 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Wolves og Newcastle: Markverðirnir verstir
Longstaff maður leiksins
Longstaff hefur komið sterkur inn í lið Newcastle.
Longstaff hefur komið sterkur inn í lið Newcastle.
Mynd: Getty Images
Fallbaráttulið Newcastle komst grátlega nálægt því að hreppa þrjú stig á Molineux, heimavelli Wolves, fyrr í kvöld.

Willy Boly varnarmaður Úlfanna náði þó að jafna með umdeildu skallamarki á 95. mínútu.

Varnarleikur Newcastle var til fyrirmyndar í dag og fær miðjumaðurinn ungi Sean Longstaff nafnbótina maður leiksins frá Sky Sports.

Longstaff er eini leikmaður vallarins sem fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt. Markaskorarinn Isaac Hayden fær 7 sem og Miguel Almiron sem kom inn af bekknum eftir að hafa verið keyptur á metfé í janúar.

Markverðir beggja liða fá aðeins 5 í einkunn. Rui Patricio átti að verja skot Hayden og þá tapaði Martin Dubravka einvígi í loftinu í eigin vítateig þegar Boly jafnaði.

Wolves: Patricio (5), Doherty (6), Bennett (6), Boly (7), Coady (6), Jonny (7), Neves (6), Moutinho (6), Dendoncker (6), Jimenez (6), Jota (6)
Varamenn: Traore (7), Cavaleiro (6), Costa (6)

Newcastle: Dubravka (5), Yedlin (5), Lejeune (), Schar (6), Lascelles (7), Ritchie (6), Hayden (7), Longstaff (8), Atsu (6), Perez (7), Rondon (7)
Varamenn: Almiron (7), Diame (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner