Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 11. febrúar 2019 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Boly jafnaði á síðustu sekúndunni
Mynd: Getty Images
Wolves 1 - 1 Newcastle
1-1 Isaac Hayden ('56)
1-1 Willy Boly ('95)

Wolves fékk Newcastle í heimsókn í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir reyndu að sækja en áttu erfitt uppdráttar gegn sprækum gestunum sem vörðust gríðarlega vel og pressuðu upp völlinn.

Staðan var markalaus í hálfleik og náði Isaac Hayden að pota inn marki snemma í síðari hálfleik, þegar heimamenn voru við það að ná fullkomnum tökum á leiknum.

Hayden slapp auðveldlega í gegn eftir sendingu frá Fabian Schär og er hægt að setja spurningamerki við Rui Patricio sem átti líklega að verja skotið.

Úlfarnir fengu góð færi til að jafna en náðu ekki að koma knettinum í netið og þá tóku gestirnir við sér aftur og lokuðu vörninni.

Heimamenn virkuðu hugmyndasnauðir í sóknarleiknum en héldu áfram að reyna. Eftir nokkur hálffæri barst fyrirgjöf inn í vítateiginn og hafði Willy Boly betur gegn Martin Dubravka markverði og skallaði knöttinn í netið, 35 sekúndum eftir uppgefinn uppbótartíma.

Úlfarnir eru sem fyrr í sjöunda sæti, ellefu stigum eftir Chelsea, en Newcastle er einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner