Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fellaini valdi Man Utd framyfir PSG
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini yfirgaf Manchester United fyrr í mánuðinum til að ganga til liðs við Shandong Luneng í kínverska boltanum.

Miðjumaðurinn hárprúði hafði verið orðaður við brottför frá Man Utd í langan tíma og viðurkenndi í 'já eða nei' viðtali við Telefoot að hann hafi hafnað því að ganga til liðs við franska stórveldið Paris Saint-Germain síðasta sumar.

Það voru ýmsir möguleikar opnir fyrir belgíska landsliðsmanninn sem ákvað þó frekar að skrifa undir tveggja ára samning við Rauðu djöflana eftir að hafa fengið loforð um spilatíma frá Jose Mourinho.

Hefðiru getað gengið í raðir PSG síðasta sumar?
„Já," svaraði Fellaini.

Hefðiru viljað spila fyrir PSG?
„Já."

Var það Thomas Tuchel sem vildi ekki fá þig til PSG?
„Nei."

„Ég sé ekki eftir neinu og ég held að þetta hafi verið rétti tíminn fyrir mig til að skipta um félag. Ég spilaði á Englandi í 10 og hálft ár, það var kominn tími á nýtt ævintýri."
Athugasemdir
banner
banner