Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. febrúar 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gætu skilað Karamoh til Inter: Óásættanleg hegðun
Mynd: Getty Images
Franski kantmaðurinn Yann Karamoh hefur verið settur í agabann frá Bordeaux fyrir hegðun sína undanfarnar vikur og vill félagið skila honum aftur til Inter.

Karamoh, sem er aðeins 20 ára, kom á láni síðasta haust og fór beint inn í byrjunarliðið hjá Bordeaux. Hann hefur spilað 25 leiki fyrir félagið á tímabilinu en mun líklega ekki fá að spila aftur.

Þetta byrjaði allt í undanúrslitum deildabikarsins þegar Karamoh átti skelfilegan leik og virkaði óáhugasamur. Honum var skipt útaf snemma í síðari hálfleikinn en skaðinn var skeður og Bordeaux tapaði 3-2 fyrir Strasbourg.

Karamoh var gagnrýndur eftir leikinn og honum sagt að hann yrði ekki í hópnum í næsta leik gegn Marseille. Ungstirnið tók ekki vel í þá gagnrýni og var hent af æfingasvæðinu eftir að hann réðst að Patrice Collecter, aðstoðarmanni Ricardo Gomes þjálfara.

Karamoh ákvað að mæta ekki á næstu æfingu liðsins og fór þess í stað til Parísar. Ekki nóg með það heldur birti hann myndir af sér í París á Instagram, stuðningsmönnum Bordeaux til mikillar reiði.

Franska félagið ákvað í kjölfarið að setja Karamoh í agabann og er að taka ákvörðun um framtíð hans þessa stundina með hjálp frá lögfræðiteymi sínu.

„Yann Karamoh hefur verið settur í agabann vegna óviðeigandi og óásættanlegrar hegðunar," segir í yfirlýsingu frá Bordeaux.

„Hann verður í agabanni þar til ákvörðun verður tekin um framhaldið. Þetta er gert til að minna leikmenn á að það verður að virða gildi félagsins."
Athugasemdir
banner
banner