Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. febrúar 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gallagher: Son átti að fá vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í 15 ár og gefur reglulega sitt álit á vafamálum í dómgæslu í enska boltanum.

Í þetta sinn ræddi hann aðallega viðureign Tottenham og Leicester sem lauk með 3-1 sigri Spurs, en í leiknum voru tveir umdeildir dómar.

Sá fyrri var þegar Son Heung-min fékk gult spjald fyrir dýfu innan vítateigs á 16. mínútu og sá síðari þegar James Maddison fékk vítaspyrnu á 59. mínútu eftir að hafa fallið innan teigs með svipuðum hætti.

„Mér fannst þetta vítaspyrna, þetta er allavega ekki leikaraskapur. Það er augljós snerting og ég er hissa að það hafi ekki verið dæmd vítaspyrna," sagði Gallagher.

„Vítaspyrnan sem var dæmd í síðari hálfleik var nákvæmlega eins að mínu mati, annað hvort eru þetta tvær vítaspyrnur eða engin vítaspyrna. Í mínum augum er fyrra brotið meiri vítaspyrna heldur en það seinna. Þetta eru nánast eins brot."
Athugasemdir
banner
banner
banner