Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Jöfnunarmark Boly ólöglegt?
Mynd: Getty Images
Willy Boly gerði jöfnunamark Wolves á 95. mínútu og bjargaði þannig stigi gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fallbaráttulið Newcastle komst yfir snemma í síðari hálfleik og virtist vera að sigla sigrinum í höfn þegar Boly var mættur í sóknina og skallaði fyrirgjöf Fabian Schär í netið.

Martin Dubravka virtist hafa gert mistök í marki Newcastle en ef atvikið er skoðað í endursýningu sést að Boly leggur báða handleggina á axlir markmannsins og ýtir þeim niður, bæði til að hoppa hærra sjálfur og halda markverðinum niðri.

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, verður eflaust spurður út í atvikið að leikslokum en félagið hefði frekar viljað þrjú stig í fallbaráttunni.

Atvikið er hægt að sjá með að smella hér.




Athugasemdir
banner
banner
banner