Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. febrúar 2019 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Ótrúlegur sigur hjá Dalvík/Reyni
Dalvík/Reynir leikur í 2. deild Íslandsmótsins næsta sumar.
Dalvík/Reynir leikur í 2. deild Íslandsmótsins næsta sumar.
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir 5 - 0 Tindastóll
1-0 Ísak Sigurjónsson ('2, sjálfsmark)
2-0 Sveinn Margeir Hauksson ('15)
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('89)
4-0 Baldvin Ingvason ('90)
5-0 Brynjar Skjóldal Þorsteinsson ('93)
Rautt spjald: Jóhann Daði Gíslason, Tindastóll ('87)
Rautt spjald: Ísak Sigurjónsson, Tindastóll ('94)

Það vantaði ekki fjörið er Dalvík/Reynir mætti Tindastóli í síðasta leik Kjarnafæðismótsins í ár.

Liðin mættust í gærkvöldi og þurfti Dalvík/Reynir minnst fimm marka sigur til að hreppa toppsæti B-deildarinnar af sameinuðu liði Hattar og Hugins.

Leikurinn fór vel af stað og var Dalvík/Reynir búið að skora tvö mörk á fyrsta stundarfjórðunginum en þriðja markið virtist ekki ætla að láta sjá sig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var þá sem Jóhann Daði Gíslason fékk beint rautt spjald í liði Tindastóls og lifnaði þá við Dalvíkingum sem skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum. Þá vantaði allt í einu aðeins eitt mark til að vinna B-deildina og var blásið til stórsóknar.

Sú sókn endaði með fimmta markinu og rauðu spjaldi á Ísak Sigurjónsson, sem gerði einnig sjálfsmark fyrr í leiknum.

Dalvík/Reynir hreppti þannig toppsæti B-deildar og skildi Tindastól eftir í þriðja sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner