Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany leggur heimilislausum lið í Manchester
Kompany hefur verið hjá Man City í næstum því 11 ár.
Kompany hefur verið hjá Man City í næstum því 11 ár.
Mynd: Getty Images
Belgíski varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur verið fyrirliði Manchester City síðustu átta tímabil og segist elska að búa í borginni. Hann segir Manchester hafa gefið sér mikið og vill hann gefa borginni eitthvað til baka.

Þetta gæti verið hans síðasta tímabil í borginni enda verður hann 33 ára í apríl og rennur samningurinn við Englandsmeistarana út í júní.

Þess vegna hefur þetta tímabil verið einskonar kveðjutímabil fyrir Kompany og hefur verið staðið fyrir hinum ýmsu viðburðum í tengslum við glæsilegan feril hans hjá félaginu. Aðalviðburðurinn verður undir lok tímabils þegar haldinn verður heiðursleikur fyrir fyrirliðann.

Kompany er búinn að staðfesta að allur peningur sem safnast á viðburðum tímabilsins muni renna óskiptur til heimilislausra á Manchester-svæðinu.

„Ég hef fengið margt frá Manchester síðasta áratug og langar að gefa eitthvað til baka. Þess vegna mun allur ágóði sem safnast renna óskiptur í Tackle4MCR verkefnið," sagði Kompany.

Tackle4MCR er verkefni sem Andy Burnham, borgarstjóri Manchester, hrinti af stað. Hans markmið er að það verði enginn sofandi á götum Manchester árið 2020.

Burnham leggur 15% af eigin launum í verkefnið og er gríðarlega ánægður að fá Kompany í lið með sér.

„Eftir frábæran áratug sem leiðtogi Manchester City hefur Vincent ákveðið að leggja heimilislausum lið. Hann er ekki frá þessari borg en vill samt gefa til baka," sagði Burnham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner