banner
   mán 11. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leno: Markmenn fá enga vernd í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Bernd Leno var keyptur til Arsenal síðasta sumar og er búinn að taka byrjunarliðssætið af Petr Cech.

Leno hefur verið þokkalegur hjá sínu nýja félagi en er þó búinn að gera flest mistök allra markvarða á tímabilinu.

Hann fór í stutt viðtal við Bild á dögunum og talaði um muninn á þýska og enska boltanum fyrir markvörð.

„Hérna er allt mikið líkamlegra, dómarar leyfa leiknum frekar að halda áfram þegar þeir myndu stoppa hann í þýsku deildinni eða í landsleikjum," sagði Leno.

„Markmenn fá enga vernd í enska boltanum og þess vegna þarf maður að vera einstaklega harður af sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner