mán 11. febrúar 2019 14:13
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho kominn með nýtt starf í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er búinn að finna sér nýtt starf eftir að hafa verið rekinn úr stjórastólnum hjá Manchester United í desember.

Mourinho hefur verið ráðinn til starfa hjá rússnesku sjónvarpsstöðinni RT þar sem hann mun vera með Meistaradeildarþátt á tveggja vikna fresti.

Mourinho starfaði fyrir sömu stöð í kringum heimsmeistaramótið í fyrra þar sem hann fékk greidd rúmlega 400 þúsund pund í dagslaun.

Fyrsti Meistaradeildarþáttur Mourinho mun fara í loftið eftir 16-liða úrslitin 7. mars og er Portúgalinn aðeins búinn að skrifa undir skammtímasamning við RT.

Samstarfinu lýkur eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wanda Metropolitano, heimavelli Atletico Madrid, 1. júní. Mourinho hefur því nægan tíma til að finna sér nýtt stjórastarf en hann hefur verið orðaður við endurkomu til Inter og Real Madrid að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner