mán 11. febrúar 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Quintero með ruglað aukaspyrnumark
Mynd: Getty Images
Juan Quintero, leikmaður Porto á láni hjá River Plate í Argentínu, skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu í gærkvöldi.

River Plate lagði þá topplið Racing Club að velli með tveimur mörkum gegn engu og vann sinn þriðja leik í röð eftir að hafa tapað þremur í röð í janúar.

Racing er með þriggja stiga forystu á Defensa y Justicia, sem á leik til góða, í argentínsku deildinni. River er í sjöunda sæti, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Quintero er 26 ára sóknartengiliður sem hefur leikið fyrir Pescara, Porto og Rennes í Evrópu. Hann er landsliðsmaður Kólumbíu og hefur skorað 3 mörk í 21 landsleik.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner