Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 11. febrúar 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Scholes ætlar að nýta tengslanetið
Mynd: Getty Images
Paul Scholes var ráðinn sem knattspyrnustjóri Oldham í dag og er fyrsti leikur hans við stjórnvölinn á dagskrá annað kvöld, á heimavelli gegn Yeovil Town.

Oldham er um miðja D-deildina með 42 stig eftir 30 umferðir, níu stigum frá umspilsbaráttunni og með leik til góða. Scholes skrifaði undir 18 mánaða samning sem gildir út næsta tímabil.

Scholes hefur lítið starfað við þjálfun eftir að atvinnumannaferli hans lauk en hann hefur starfað sem knattspyrnusérfræðingur undanfarin misseri. Þar var hann sérstaklega virkur í því að gagnrýna Jose Mourinho, sem var kaldhæðnislega að skrifa undir samning við rússneska sjónvarpsstöð, meðan hann var við stjórnvölinn hjá Manchester United.

Scholes var spurður hvort hann ætlaði að nýta tengslanetið sitt og biðja menn á borð við Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson um ráð.

„Ég er mjög heppinn með tengslanet og mun nýta mér það. Ég get tekið upp símann og hringt út um allt, ekki bara í gegnum Manchester United," sagði Scholes.

„Ég er tilbúinn í þetta starf og er búinn að fylgjast náið með liðinu að undanförnu. Ég tel mig hafa mjög gott lið til að vinna með og markmiðið er að fara upp um deild, annað hvort á þessu tímabili eða því næsta."

Scholes ólst upp sem stuðningsmaður Oldham og þráir að sjá félagið aftur í ensku úrvalsdeildinni, eitthvað sem gerðist síðast árið 1994 þegar Scholes var aðeins 19 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner