mán 11. febrúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Alaves þarf sigur
Mynd: Getty Images
Alaves hefur verið spútnik lið tímabilsins á Spáni en þarf nú að fara að sigra til að dragast ekki afturúr í Evrópubaráttunni.

Félagið var lengi vel í Meistaradeildarsæti en er nú búið að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og er dottið niður í sjöunda sæti.

Alaves, sem hefur ekki skorað í deildinni síðan 12. janúar, tekur á móti Levante í síðasta leik 23. umferðar spænska boltans. Liðin mætast á Mendizorrotza leikvanginum í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Sigur myndi fleyta Alaves upp að hlið Getafe í fimmta sæti, sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili. Levante er í neðri hluta deildarinnar sem er gríðarlega þétt, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti en aðeins fimm stigum eftir Alaves.

Leikur kvöldsins:
20:00 Alaves - Levante (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner