Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 19:40
Aksentije Milisic
„Arsenal á að kaupa Nathan Ake"
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur sagt að liðið eigi að kaupa varnarmanninn Nathan Ake sem spilar með Bournemouth.

Arsenal hefur verið í miklum vandræðum með varnarleikinn á tímabilinu og segir Merson að hinn 24 ára gamli Ake myndi smellpassa inn í liðið hjá Arsenal.

„Arsenal þarf að spila með þriggja manna varnarlínu. Liðið er ekki með nógu góða leikmenn til þess að spila með fjögurra manna varnarlínu," sagði Merson.

„Ake er hraður leikmaður sem er með mikla reynslu af deildinni. Ef Arsenal fær hann fyrir næsta tímabil þá er þarna kominn leikmaður sem þarf ekki sex mánuði til aðlagast deildinni."

Bournemouth keypti leikmanninn frá Chelsea á 20 milljónir punda en hann hafði áður staðið sig vel á láni hjá liðinu.
Athugasemdir
banner
banner