Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 20:47
Aksentije Milisic
Barcelona og Real Sociedad ná samkomulagi um Willian Jose
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum TVE á Spáni hafa Barcelona og Real Sociedad náð samkomulagi um félagsskipti Willian Jose til Barcelona. Þessi sóknarmaður hefur gert 8 mörk í 22 leikjum hjá Real Sociedad á þessari leiktíð.

Barcelona má fá inn framherja i febrúar þrátt fyrir að glugginn sé lokaður. Spænska deildin veitir undanþágu fyrir lið til þess að fá leikmenn ef mikil meiðsli herja á liðin.

Álit Quique Setien, þjálfara Barcelona, á leikmanninum er stór partur af því að samkomulagið sé í höfn og þá vill leikmaðurinn ganga í raðir Barcelona.

Barcelona mun borga 35 milljónir evra fyrir þennan brasilíska leikmann en riftunarákvæði í samningi hans er 70 milljónir evra. Barcelona hafði áður boðið 23 milljónir evra í Jose.


Athugasemdir
banner
banner