Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. febrúar 2020 22:40
Aksentije Milisic
Coleman: Afskrifuðum Evrópusæti fyrir nokkrum mánuðum
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Everton, Seamus Coleman, viðurkennir að leikmennirnir hafi talið það ómögulegt fyrir nokkrum mánuðum að liðið myndi vera í baráttunni um Evrópusæti á þessu tímabili.

Everton færðist alltaf neðar á töfluna undir stjórn Marco Silva en eftir að Carlo Ancelotti tók við keflinu hefur liðið sótt 17 stig úr 8 leikjum, en Liverpool er eina liðið í deildinni með betri árangur á þessum tíma.

„Við setjum stefnuna á að ná Evrópusæti. Fyrir nokkrum mánuðum töldum við það nær ómögulegt," segir Coleman.

„Við viljum setja allt púður í að ná þessu sæti. Þetta félag þarf að spila í Evrópu og á næstu þremur til fjórum árum viljum við taka þátt í Evrópukeppni öll árin."

Í byrjun desember var Everton í fallsæti en núna er liðið einungis fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner