Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. febrúar 2020 20:35
Aksentije Milisic
Segir Coutinho ekki vilja aftur til Barcelona
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Xavi Campos, sem vinnur hjá Katalóníska útvarpinu, vill Philippe Coutinho, leikmaður Barcelona sem er á láni hjá Bayern Munchen, ekki snúa aftur til Spánar.

Bayern Munchen hefur ekki enn ákveðið hvort félagið vilji halda Coutinho eftir að tímabilinu líkur en Brassinn hefur ekki verið fastamaður í byrjunarliðinu í síðustu leikjum.

„Það er ekki í hans plönum að snúa aftur til Barcelona. Bayern veit að hann vill vera áfram í Þýskalandi. Bayern hefur látið Barcelona vita að félagið hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð Coutinho," segir Campos.

Talið er að Barcelona er tilbúið að selja Coutinho á 90 milljónir evra en að Bayern sé ekki tilbúið að borga það mikið fyrir leikmanninn. Þó gætu önnur lið verið klár í það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner