Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 11. febrúar 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Roma vill ekki ganga að verðmiða Arsenal
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að Henrikh Mkhitaryan muni snúa aftur til Arsenal í sumar en Roma vill ekki ganga að 20 milljóna punda verðmiðanum á armenska landsliðsmanninum.

Mkhitaryan, sem er 31 árs, er á láni hjá ítalska stórliðinu og það hefur áhuga á því að halda honum.

Roma gerði 8,5 milljóna punda tilboð í janúar en Arsenal hafnaði þvi tilboði.

Samningur Mkhitaryan rennur út eftir næsta tímabil.

Arsenal þarf væntanlega að lækka verðmiða sinn talsvert ef félagið hyggst selja leikmanninn til Roma.

Mkhitaryan spilaði í 3-2 tapi gegn Bologna um síðustu helgi en hann hafði verið frá í mánuð vegna meiðsla á læri. Bologna komst upp í sjötta sæti með sigrinum, sæti ofar en Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner