Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 11. febrúar 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Heilinn á Bruno virkar hraðar en hjá öðrum
Fred og Bruno Fernandes hressir á Spáni.
Fred og Bruno Fernandes hressir á Spáni.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær segir að heilinn á Bruno Fernandes virki hraðar en hjá flestum öðrum fótboltamönnum.

Fernandes var keyptur til Manchester United í janúarglugganum og lék sinn fyrsta leik gegn Wolves. Hann sýndi gæði sín hjá Sporting Lissabon fyrri helming tímabilsins þar sem hann skoraði þrettán mörk og átti tíu stoðsendingar í 22 leikjum.

Manchester United er nú í æfingabúðum á Marbella á Spáni og Solskjær er ánægður með það sem hann hefur séð frá portúgalska miðjumanninum.

„Á heildina litið er hann virkilega góður fótboltamaður og það er augljóst að heilinn á honum virkar hraðar en hjá flestum," segir Solskjær.

„Hann er með fullt af kostum sem við eigum eftir að kynnast betur, þegar við erum búnir að læra á hann og hann á okkur. Nákvæmni í sendingum, móttökur, hlaupin hans... ég er ánægður með að sjá hann njóta sín hérna."

Manchester United á mikilvægan leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni næsta mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner