Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfarinn sem fékk Björn til APOEL rekinn eftir 45 daga
Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn norski Kare Ingebrigtsen hefur verið rekinn frá APOEL Nicosia á Kýpur, einungis 45 dögum eftir að hann tók við sem þjálfari.

Kare fékk Björn Bergmann Sigurðarson til APOEL á láni frá Rostov á dögunum. Björn Bergmann hefur ekki ennþá komið við sögu hjá liðinu.

APOEL tapaði 1-0 gegn AEK Larnaca um helgina og eftir leikinn talaði Kare um lélegustu liðsframmistöðu sem hann hefði séð á ferlinum.

Undir stjórn Kare vann APOEL fjóra leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum leikjum.

APOEL er í þriðja sæti í Kýpur, fimm stigum á eftir toppliði Anorthosis Famagusta en líklegt þykir að Marinos Ouzounidis taki við liðinu. Marinos er frá Grikklandi en hann hefur áður þjálfað APOEL frá 2001 til 2003 og 2006 til 2009.
Athugasemdir
banner
banner