Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. febrúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Bruce hefur fengið morðhótanir
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist hafa fengið morðhótanir en hann segir að gera þurfi betur í að stöðva fólk í að koma með hótanir og ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

Mike Dean hefur ákveðið að taka frí frá dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hann fékk morðhótanir í kjölfarið á mistökum í síðustu leikjum.

„Samfélagsmiðla eru mjög kraftmikið tól fyrir alla. Ég hef fengið morðhótanir og alls konar skilaboð," sagði Bruce.

„Þegar ég sé dómara lenda í því að fá morðhótanir eftir mistök þá er það algjörlega fáránlegt. Það þarf að minnka þetta og fylgjast betur með þessu. Við þurfum að stöðva þetta."

„Fólk er hjálparlaust þarna úti og sumt af þessu er ótrúlega ljótt. Það þarf að stöðva þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner