Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 11. febrúar 2021 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Oliver fékk aðstoð frá pabba sínum - „Vildi æfa með þeim bestu á landinu"
Ég hefði ekki getað beðið um skemmtilegri hóp og betri móttökur
Ég hefði ekki getað beðið um skemmtilegri hóp og betri móttökur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ég myndi segja að ég hafi staðið mig vel á tímabilinu í fyrra en ég hefði viljað skora fleiri mörk.
Ég myndi segja að ég hafi staðið mig vel á tímabilinu í fyrra en ég hefði viljað skora fleiri mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var heppinn með grunn og hef svo byggt ofan á hann með styrktaræfingum sem koma að snerpu og hraða
Ég var heppinn með grunn og hef svo byggt ofan á hann með styrktaræfingum sem koma að snerpu og hraða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hann þekkir þennan bransa mjög vel og veit hvað hann er að tala um
Hann þekkir þennan bransa mjög vel og veit hvað hann er að tala um
Mynd: Getty Images
Oliver Heiðarsson gekk í raðir FH í upphafi árs frá Þrótti sem hafði verið hans uppeldisfélag á Íslandi. Oliver æfði með Woking og QPR á Englandi áður en fjölskyldan fluttist til Íslands þegar hann var tólf ára.

Oliver er kantmaður sem býr yfir ógnarhraða. Hann er sonur Heiðars Helgusonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns. Fótbolti.net hafði samband við Oliver og spurði hann út í skiptin yfir í FH ásamt öðru.

Hvernig var þetta í yngri flokkunum, af hverju varð Þróttur fyrir valinu á Íslandi?

„Þetta var þannig að ég æfði og spilaði með Þrótti þegar ég kom heim frá Englandi á sumrin og þegar ég flutti síðan heim átti ég vini í félaginu og hverfinu," sagði Oliver.

Hann lék sína fyrstu leiki sumarið 2019 og er svo orðinn byrjunarliðsmaður í fyrra. Hvernig líturu á tímabilið þitt í fyrra?

„Persónulega er ég mjög þakklátur að hafa fengið tækifæri og að sanna hvað ég get. Ég myndi segja að ég hafi staðið mig vel á tímabilinu í fyrra en ég hefði viljað skora fleiri mörk."

Oliver skoraði fjögur mörk í nítján leikjum á síðustu leiktíð.

Þróttur endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og var i mikilli fallbaráttu á leiktíðinni. Hvernig var að upplifa alvöru fallbaráttu, eitthvað sem hægt er að læra af?

„Þetta var erfitt en ég lærði það að halda haus þó allt væri ekki alveg að ganga upp eins og maður vildi."

Hraðinn sem þú býrð yfir, ertu með grunn úr einhverjum öðrum íþróttum eða alltaf verið snöggur?

„Ég var heppinn með grunn og hef svo byggt ofan á hann með styrktaræfingum sem koma að snerpu og hraða."

Þú ákvaðst að nýta þér uppsagnarákvæði í samningi, af hverju?

„Mér fannst ég vera tilbúinn í næsta skrefið á fótboltaferlinum og vildi sjá hvar ég stóð fótboltalega séð, hjá því félagi sem hefði áhuga á að fá mig. Ég var mjög anægður þegar FH hafði svo samband við mig."

Þú velur svo FH, var það erfitt val? Hvað var það við FH sem heillaði þig frekar en önnur félög?

„Nei, það var ekki erfitt val. FH er á meðal bestu félaga landsins og ég vildi æfa með þeim bestu á landinu. Svo er líka aðstaðan í Hafnarfirðinum mjög góð og þjálfarateymið skemmtilegt."

Var það einhver einn, meira en annar, sem hjálpaði að taka þessa ákvörðun?

„Ég fékk aðstoð frá pabba mínum, Heiðari Helgusyni, hann þekkir þennan bransa mjög vel og veit hvað hann er að tala um. Enda hlustaði ég mjög vel á álit hans á þessari akvörðun."

Hvernig hefur fyrsti mánuðurinn verið, góðar móttökur?

„Fyrsti mánuðurinn hefur verið mjög ánægjuríkur og skemmtilegur. Hópurinn sem ég æfi með er mjög skemmtilegur og góður banter á æfingum. Ég hefði ekki getað beðið um skemmtilegri hóp og betri móttökur."

Hver er bestur á æfingum hjá FH?

„Þetta er ekki auðveld spurning en Höddi er að finna vinkilinn á æfingum og alltaf gaman að sjá Jónatan labba framhjá mönnum."

Býstu við því að spila með FH í sumar eða er búið að ræða við þig að þú verður lánaður þegar nær dregur móti?

„Það er markmiðið að spila með liðinu í sumar en það er mikilvægt fyrir mig að fá mínútur. Svo það er upp á þjálfarana komið að meta stöðuna þegar nær dregur. Auðvitað væri það alltaf ánægjulegt að fá að spila með FH í sumar og tengjast hópnum meira," sagði Oliver að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner