Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. mars 2020 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Al Arabi í undanúrslit - Astana gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi er komið í undanúrslit Emir bikarsins í Katar eftir frábæran 3-0 sigur á Al Ahli Doha í 8-liða úrslitunum fyrr í dag.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al Arabi og þótti standa sig vel. Þetta er annar undanúrslitaleikurinn sem félagið kemst í á tímabilinu, þar sem undanúrslitaleikur deildabikarsins fer fram í þarnæstu viku.

Pierre-Michel Lasogga, fyrrum leikmaður Leeds, skoraði tvennu í fyrri hálfleik og kláraði Khalaf Sadd dæmið eftir leikhlé.

Al Arabi 3 - 0 Al Ahli Doha
1-0 Pierre-Michel Lasogga
2-0 Pierre-Michel Lasogga
3-0 Khalaf Sadd

Rúnar Már Sigurjónsson var þá í byrjunarliði FC Astana gegn Ordabasy og lék fyrstu 80 mínúturnar áður en honum var skipt útaf í stöðunni 0-1.

Aleksey Shchetkin kom inn í staðinn og tókst að jafna leikinn þremur mínútum síðar.

Þetta var önnur umferð tímabilsins í Kasakstan. Astana og Ordabasy eru jöfn í öðru sæti með fjögur stig.

FC Astana 1 - 1 Ordabasy
0-1 S. Khizhnichenko ('38)
1-1 Aleksey Shchetkin ('84)
Athugasemdir
banner
banner